Yndislegt lítið lamb sem hefur fengið nafnið Lúlli er nú allur að braggast eftir hann fæddist fyrir tímann þann 1. maí síðastliðinn. Ærin, mamma Lúlla bar fyrir tímann: „Annað lambið fæddist dautt en Lúlli rétt tórði. Þar sem hann er fyrirburi þá var engin mjólk komin í mömmuna og Lúlli alltof lítill og veikburða til að vera hjá henni. Ég sjálf efaðist um að hann hefði það og það hefur staðið tæpt tvisvar,“ segir húsfreyjan á Söndum.
Allir eru hrifnir af Lúlla á heimilinu…nema kannski hundurinn Mollý!
Lúlli er greinilega hvers manns hugljúfi og hugsar heimilisfólkið um hann allir sem einn og gestir líka.

Lúlli á teppinu sem hann fékk að gjöf frá eldri borgurum á sjúkrahúsinu. Setti það inn í stofu og í 160 fm húsi þar sem hann getur nánast lagst hvar sem er þá velur hann alltaf sama staðinn og þar var teppið sett.


Lúlli er með sína eigin Facebooksíðu þar sem hægt er að fylgjast með honum og ævintýrum hans!