KVENNABLAÐIÐ

Kona Chris Cornell opnar sig varðandi dauða hans

Á meðan aðdáendur minnast Chris Cornell sem tónlistarmanns man kona hans Vicky eftir honum sem „trúum eiginmanni og föður.“

Vicky og Chris giftu sig árið 2004 og segir hún: „Dauði Chris er missir sem ekki er hægt að lýsa með orðum og hefur hann skapað tóm í hjarta mínu sem aldrei verður fyllt. Hann var besti vinur minn. Heimur hans snerist um fjölskylduna í fyrsta sæti og tónlistina í öðru sæti.“

Auglýsing

Vicky minnist daganna fyrir andlátið og vissi að hann gerði allt til að eyða tíma með fjölskyldunni: „Hann flaug heim á mæðradaginn og svo aftur út á miðvikudaginn. Þegar við töluðum saman fyrir tónleikana vorum við að ræða plön fyrir sumarfríið.“

Tók Vicky eftir að Chris var breyttur eftir tónleikana: „Hann drafaði í tali; hann var öðruvísi. Hann sagði mér að hann hefði tekið auka Ativan eða tvær (kvíðalyf) og ég hafði samband við öryggisgæsluna og bað um að þeir fylgdust með honum.“ Chris var að taka þetta lyf áður en hann dó: „Það sem gerðist svo er óútskýranlegt og ég vona að rannsóknir leiði í ljós frekari upplýsingar.“

Vicky er ekki sannfærð um að Chris hafi tekið sitt eigið líf: „Ég veit hann elskaði börnin okkar og myndi aldrei særa þau á þennan hátt.“

Auglýsing

Chris var fíkill í bata og hafði fengið lyfin Ativan ávísuð af lækni. Það gæti hugsast að hann hafi tekið of stóran skammt og það slævt dómgreind hans.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!