Fyrrum söngvari Soundgarden er látinn. Í yfirlýsingu segir að Chris Cornell hafi látist miðvikudagskvöld í Detroit, Bandaríkjunum. Talsmaður hans, Brian Bumbery segir að dauði hans sé „skyndilegur og óvæntur“ og eiginkona Chris og fjölskylda séu í áfalli. Fjölskyldan mun vinna náið með læknum sem ákvarða dánarorsök og báðu þau um frið til þess.

Chris var starfandi sem tónlistarmaður allt til enda. Hafði hann komið fram á tónleikum nokkrum klukkutímum áður. Hann var í miðju tónleikaferðalagi um Bandaríkin og átti eftir að halda sex tónleika.
Hann sást opinberlega fyrir um mánuði síðan með dætrum sínum á forsýningu The Promise í New York. Hann hafði samið titillagið sem einnig var nefnt The Promise, en Christian Bale leikur aðalhlutverkið.