KVENNABLAÐIÐ

Af hverju Donald Trump neitar að fara í ræktina

Flestir fyrrum forsetar Bandaríkjanna hafa verið hliðhollir hreyfingu. Barack Obama lyfti lóðum, Bill Clinton hljóp, Teddy Roosevelt boxaði og George W. Bush hjólaði á fjöllum. Donald Trump gerir ekkert af þessu. Samkvæmt blaðamanni New Torker Evan Osnos er eina hreyfingin sem forsetinn stundar…golf: „Hann telur hreyfingu vera misskilda og segir að manneskjur séu eins og rafhlöður – þær fæðast með ákveðna orku.“

Auglýsing

Í viðtali við tímaritið Men’s Health árið 2013 sagði hann hinsvegar: „Að halda sér í formi er afar mikilvægt“ og segist hann taka „langa göngutúra“ eftir að hafa spilað nokkra golfhringi um helgar: „Svo á mánudagsmorgni er ég orðinn 1-2 kílóum léttari.“

Auglýsing

Þetta eru stór orð ef sönn reynast! Forsetinn er ekki þekktur fyrir sérstaklega holla lifnaðarhætti og borðar eins og honum sýnist. Sem má kannski skilja þar sem hann líkir manneskjum við rafhlöður – meðhöndlunin á ekki að skipta máli, fólk bara lifir sem því sýnist og á sinn líftíma, sama hvað.

 

Heimild: Vanity Fair

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!