Prestur nokkur sem reyndi að ganga á vatni líkt og Jesús í Biblíunni var étinn af krókódílum í Zimbabwe. Jonathan Mthethwa var drepinn af þremur krókódílum þar sem hann reyndi að framkvæma trúarathöfn. Harmi slegnir sjónarvottar segja að presturinn hafi legið á bæn í heila viku og fastað. Allt fór þó á öfugan veg, en hann ætlaði að reyna að líkja eftir kraftaverkinu sem lýst er í Biblíunni þegar Jesú gekk á vatni.
Meðlimir í kirkju hinna seinna daga heilögu sögðu að presturinn hefði verið étinn „á tveimur mínútum.“ Hafði hann gengið 30 metra út á á sem kölluð er Krókódílaáin. Þar hafði hann lofað safnaðarmeðlimum að hann myndi getað gengið á vatni. Þess í stað varð hann fyrir hryllilegri árás mannskæðra krókódíla sem biðu undir yfirborðinu.
Sjónarvottur sagði: „Við skiljum ekki hvað gerðist. Hann hafði beðið og undirbúið sig í heila viku. Hann lofaði okkur að hann myndi sýna okkur trú sína en endaði á því að vera étinn af þremur krókódílum. Við skiljum ekki hvað gerðist.“
Allt sem eftir var af honum voru inniskór og nærföt sem flutu um á vatninu. Sjúkraliðar komu fljótt á staðinn en ekkert var hægt að gera.