Móðir nokkur í Bretlandi birti myndir af syni sínum sem endaði á spítala eftir að hafa drukkið vodka í skólanum. Fann hún son sinn í garðinum og lýsir hinum erfiða sólarhring sem í gakk gerð eftir það.
Birti hún myndirnar á netinu til að vara aðra foreldra við. Í síðustu viku fann hún drenginn eftir hádegi þar sem hann lá í garðinum fyrir utan hjá sér. Hann átti erfitt með tal og gat ekki haldið uppi samræðum: „Ég vissi um leið að eitthvað væri að þegar hann datt í garðinum. Ég spurði hann en hann sagðist vera þreyttur. Svo fór hann að kasta heiftarlega upp. Að þurfa að horfa upp á son sinn svona óska ég engum.“
Hún hringdi strax á sjúkrabíl og fóru þau saman þangað: „Fyrst héldu læknarnir að hann hefði fengið slag, slæmt mígreni eða heilahimnubólgu. Eftir þrjá klukkutíma og allskonar próf, þ.m.t. eiturefnapróf komu niðurstöðurnar: Hann hafði meira alkóhól í blóðinu en tvöfalt magn þess sem má hafa í Bretlandi þegar ekið er.“
Móðurina grunar að drengnum hafi verið gefið áfengið í skólanum: „Hann hefur haldið að ef hann drykki myndi hann verða vinsæll. Honum var útvegað áfengið og hann var nógu mikill kjáni til að drekka það. Allir voru að drekka en í litlum sopum. Samkvæmt krökkunum var sonur minn að þamba. Hann var næstum dáinn.“
Sonur hennar er nú á batavegi en móðirin vill ekki að aðrir foreldrar gangi í gegnum hið saman og fjölskyldan gerði: „Sonur minn vorkennir sjálfum sér en hann er úr hættu. Við þurfum að uppfræða börnin okkar að það er í lagi að passa ekki inn í hópinn, vera öðruvísi og hafa okkar eigin auðkenni. Við þurfum ekki að heilla fólk, verum við sjálf og finnum okkar eigin vini, ekki bara þá sem eru vinsælastir. „