Leikkonan Sharon Stone er orðin 59 ára gömul og er nú á markaðnum. Segir hún það nánast ógjörning að finna mann í Hollywood þar sem hún er tvífráskilin, einstæð móðir: „Ég á þrjú börn og í þessari borg og í þessu umhverfi er ekki fullt af mönnum sem segja: „Vá, ég væri til í að hitta hana og verða fósturpabbi þessara þriggja barna. Þannig ég er ekki á neinum stefnumótum.“
Sharon á þrjá ættleidda syni, Roan 13 ára, Laird, 12, og Quinn sem er 10 ára. Hún var gift Michael Greenburg á árunum 1984-1990 og svo ritstjóranum Phil Bronstein 1998-2004. Hún og Phil ættleiddu Roan saman en hina tvo ættleiddi hún ein.
Sharon segir þó að hana langi á stefnumót með álitlegum karlmanni: „Ég vildi það ekki þegar þeir voru litlir [strákarnir] því hver þarf karlmenn inn og út úr lífi sínu þá? Ég er hinsvegar tilbúin núna.“