Hafiði tekið eftir því hvað allt fyllist af og til hjá manni af glerkrukkum, krukkur utan af ólífum, sultum, pastasósu … allt í krukkum. Hér eru nokkrar hugmyndir sem hægt er að útfæra áður en þið hendið þeim bara í ruslið sem er súper óumhverfisvænt og algjört skamm skamm …
Búið til merkimiða og nýtið krukkurnar undir þurrmat úr pökkum og losið ykkur við umframplast og pappa sem auðveldara er að endurvinna en gler.
Vefjið vír utan um krukkuhálsinn og búið til handfang úr vír og hengið upp sem einfalda en fallega blómavasa.
Krukkur undir bómullarhnoðra og eyrnapinna fyrir baðherbergið. Snilld!
Sveitalegt og fallegt á veisluborðið, hnífapör og tauservétta í krukku fyrir hvern og einn
Gatið lokið og notið undir matarsóda í þrifin eða jafnvel undir kanelsykurinn
Hvar á að geyma lyklana? Nú í krukku við andyrið!
Búðu til míní gróðurhús með kaktus eða þykkblöðung
Klinkkrukka fyrir alla fjölskylduna
Skreyttu krukku með glerlitum og búðu til þína eftirlætisdrykkjarkrús
Svona lítil hengi er einfalt að hnýta og svo má hengja krukkurnar út í tré í sumar!
Innigarðurinn þarf ekki að kosta mikið og kryddjurtir eru einstaklega fallegar í krukkum. Munið bara að setja grófa steina í botninn svo að það lofti um moldina.
Það má dúlla yfir sig og mála lokið og splæsa í glerskápahúna
Möguleikarnir eru endalausir …