Sænska listakonan Anna Halldin Maule eyðir mörgum mánuðum í hvert einasta málverk sem eru mögnuð og líta út nákvæmlega eins og fallegar ljósmyndir.
Anna er frá Gautaborg í Svíþjóð og byrjaði ung að mála. Afi hennar kenndi henni en hann er vel þekktur í sínu heimalandi. Heitir hann Bror Halladin. Í dag er Anna ein þekktasta listakona heims á sínu sviði. Nær hún að fanga andlitsdrætti á ótrúlegan hátt með olíumálningu, ekkert air-brush hjá henni.
Maðurinn hennar, Tom Maule, tekur myndirnar og hún málar eftir þeim.
„Ég vil sýna konur sterkur, stoltar og fallegar. Það er oft erfitt í nútímasamfélagi að vera kona og sumar af myndunum mínum endurspegla það,“ segir Anna. Athugaðu myndbandið hér að neðan sem sýnir hana að störfum.