KVENNABLAÐIÐ

Ótrúleg olíumálverk: Alveg eins og ljósmyndir

Sænska listakonan Anna Halldin Maule eyðir mörgum mánuðum í hvert einasta málverk sem eru mögnuð og líta út nákvæmlega eins og fallegar ljósmyndir.

Anna er frá Gautaborg í Svíþjóð og byrjaði ung að mála. Afi hennar kenndi henni en hann er vel þekktur í sínu heimalandi. Heitir hann Bror Halladin. Í dag er Anna ein þekktasta listakona heims á sínu sviði. Nær hún að fanga andlitsdrætti á ótrúlegan hátt með olíumálningu, ekkert air-brush hjá henni.

Maðurinn hennar, Tom Maule, tekur myndirnar og hún málar eftir þeim.
„Ég vil sýna konur sterkur, stoltar og fallegar. Það er oft erfitt í nútímasamfélagi að vera kona og sumar af myndunum mínum endurspegla það,“ segir Anna. Athugaðu myndbandið hér að neðan sem sýnir hana að störfum.

Auglýsing

mal1

 

mal2

 

mal3

 

mal4

 

mal5

Auglýsing

mal6

 

mal7

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!