Snillingarnir þau Ásgeir Hjartarson og Bergþóra Þórsdóttir hafa að undanförnu haft í nægu að snúast en þau sáu um hár og förðun Svölu Björgvins í Eurovision keppninni og er óhætt að segja að Svala hafi verið með allra glæsilegasta móti í gegnum alla keppnina.

Ásgeir póstaði ljósmynd á Facebook nú í kvöld þegar ljóst var að Svala hefði ekki náð inn í aðalakeppnina með lag sitt Paper.

Ásgeir skrifaði á Facebook með myndinni: „2 cool for Europe“ og við tökum undir það og þökkum Svölu fyrir sitt framlag og frábæra frammistöðu.
Á myndinni eru ásamt þeim Ásgeiri og Bergþóru þau Stella Rósenkranz, Einar Egilsson og auðvitað drottningin sjálf Svala Björgvins …
Þau Ásgeir og Bergþóra eru bæði hárgreiðslumeistarar og að auki er Bergþóra listförðunarfræðingur og Airbrush HD artist og með alþjóðleg kennararéttindi og reka þau hjónin einn vinsælasta förðunarskóla landsins.