Uppfært. Salavador Sabril sigraði Eurovision 2017 með miklum yfirburðum.
Salvador Sobral sem þykir einn sigurstanglegasti keppandi Eurovision lagði stund á sálfræði áður en hann hlaut frama sem söngvari í heimalandi sínu Portúgal og reyndar líka á Spáni. Salvador er fæddur árið 1989 og er því aðeins 28 ára gamall.
Lagið hans heitir Amor pelos Dois eða Ást fyrir okkur bæði og er samið af systur hans laga- og textahöfundinum Luisu Sobral. Hann hefur lofað því að syngja af hjartans lyst í keppninni og segir að þátttaka hans geti orðið honum til framdráttar sem söngvara. „Það er gott fyrir framann að fólk utan heimlandsins kynnist mér sem listamanni.“
En um hvað syngur þessi sjarmerandi söngvari?
Amor pelos Dois
Se um dia alguém perguntar por mim
Diz que vivi p’ra te amar
Antes de ti, só existi
Cansado e sem nada p’ra dar
Meu bem, ouve as minhas preces
Peço que regresses, que me voltes a querer
Eu sei que não se ama sozinho
Talves devagarinho possas voltar a aprender
Meu bem, ouve as minhas preces
Peço que regresses, que me voltes a querer
Eu sei que não se ama sozinho
Talves devagarinho possas voltar a aprender
Se o teu coração não quiser ceder
Não sentir paixão, não quiser sofrer
Sem fazer planos do que virá depois
O meu coração pode amar pelos dois
Í afar lauslegri og fljótfærnislegri þýðingu er þetta inntak textans:
Ef sá dagur kemur að einhver spyr um mig
Segðu að ég hafi lifað til þess eins að elska þig
Áður en þú komst til sögunnar, var ég þreyttur
hafði ekkert að gefa
Elskan mín heyrðu bæn mína
Ég bið þið að snúa við, að snúa aftur til að elska mig
Ég veit að þú getur ekki elskað ein
Kannski geturðu smátt og smátt lært að elska aftur
Elskan mín heyrðu bæn mína
Ég bið þið að snúa við, að snúa aftur til að elska mig
Ég veit að þú getur ekki elskað ein
Kannski geturðu smátt og smátt lært að elska aftur
Ef þú telur hjarta þitt ekki reiðubúið til að elska
Að finna til ástríðu, ef hjartað vill ekki þjást
Þá án þess að leggja á ráðin um framtíðina
á hjartað mitt næga ást fyrir okkur bæði