KVENNABLAÐIÐ

Á morgun máttu vera nakin/n að vinna í garðinum

Fyrirbæri sem kallast World Naked Gardening Day ku vera á morgun, 6. maí. Ert þú búin/n að undirbúa þig? Einstakt tækifæri til að reyta arfa, setja niður blóm eða grænmeti á meðan þú færð á þig sól (vonandi) á staði þar sem sólin nær venjulega ekki til.

nuud5

Þú gætir orðið pínu skítug/ur en tilefnið er gott – smá gleði í hversdaginn og að horfa aðeins „út fyrir kassann.“

Auglýsing

nuud2

Ekki er ætlast til að nakið fólk safnist saman á einhverjum stað, heldur er fólk hvatt til að vera á adamsklæðunum að vinna í sínum eigin garði, á þann hátt sem þeim þykir þægilegast.

Auglýsing

nud3

Nakti garðvinnudagurinn var fyrst haldinn þann 10. september árið 2005. Árið 2007 var því breytt þannig að hann á alltaf að eiga sér stað fyrsta laugardag í maímánuði. Stofnandi dagsins segir: „Þetta snýst ekki um að bera líkamann fyrir öðru fólki. Þetta snýst um að samþykkja líkama þinn og vera úti í náttúrunni….við höldum svona viðburði í leyni oft á ári.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!