14 ára dóttir ofurfyrirsætunnar Kate Moss, Lila Grace Moss, ætlar að feta í fótspor hennar. Er hún aðalandlit nýrrar auglýsingaherferðar Braid Bar sem er breskt fyrirtæki sem selur aukahluti. Í fyrra var Lila ásamt Kate framan á ítalska Vogue og landaði hún fyrirsætusamningi í kjölfarið hjá sama fyrirtæki og Kate.
Auglýsing


Stóra systir Lilu, Lottie, hefur einnig fetað í fótspor móður sinnar en hún hefur sýnt fyrir Bulgari og Sonia Rykiel. Lila er hinsvegar á sama aldri og Kate móðir hennar þegar útsendari fann hana á flugvelli árið 1988.
Auglýsing