KVENNABLAÐIÐ

Af hverju hamingjusöm pör auglýsa það ekki á Facebook

Stundum eru pör virkilega pirrandi á Facebook – viðurkennum það bara. Þið vitið um hverja ræðir. Statusarnir þeirra eru brandarar um þau ein, eða stöðugar ástarjátningar. Þegar þú hinsvegar eyðir tíma með þeim spyrðu sjálfa/n þig af hverju þau séu eiginlega saman.

Oft er þetta raunveruleikinn: Undir yfirborðinu, bak við luktar dyr, er þetta par stöðugt að rífast um alla heimsins hluti, frá heimilisverkum til fjármála, og þau eru oft við það að hætta saman.

Auglýsing

Samfélagsmiðlar hafa orðið til þess að fólk deilir of miklu þar, þar með talið samböndum og hvað er í gangi í þeim. Málið er að raunverulega hamingjusöm pör þurfa ekki að monta sig, í raun tala þau sjaldnast um samböndin sín opinberlega. Hér eru nokkrar ástæður fyrir að póstaglatt fól er kannski ekki jafn hamingjusamt og það virðist vera láta:

Þau eru að sannfæra aðra til að sannfæra sig sjálf

Þegar pör eru stöðugt að játa ást sína á hvort öðru eða pósta myndum af þeim kyssast eða í rómantískum athöfnum er til að annað fólk sjái að þau séu í hamingjusömu og heilbrigðu sambandi, sem er í raun til að sannfæra þau sjálf í leiðinni. Nikki Goldstein, kynlífsfræðingur segir: „Oft er fólkið sem póstar hvað mestu það sem er að sækjast eftir staðfestingu á sambandinu frá öðru fólki. Lækin og kommentin geta verið huggun þegar einhver á í vanda, þannig það er það sem það leitast eftir.“

Þegar þú átt hamingjusamt líf truflastu ekki af samfélagsmiðlum

Jú, auðvitað póstarðu myndum af þér og betri helmingnum. Hamingjusöm pör eru þó uppteknari af að njóta hvors annars nærveru í raunveruleikanum. Það þýðir að það hættir ekki að njóta hvors annars til að setja inn status eða selfie. Það póstar því seinna, eftir sumarfríið. Þau voru of upptekin til að deila á Facebook!

Pör sem pósta oft eru óörugg

Northwestern háskólinn rannsakaði 100 pör sem póstuðu oftar en önnur á samfélagsmiðlum um hvort annað og komst að því að þau eru í raun óörugg um sambandið.

Best er fyrir pör að rífast ekki á samfélagsmiðlum

Hefurðu verið viðstaddur rifrildi milli pars. Já, það er vandræðalega. Ímyndaðu þér nú að allir geti séð rifrildið. Í stað þess að pósta einhverju um það, ræðið það í einrúmi. Engin ástæða til að viðra óhreina þvottinn í kringum alla – þar með talið vini, fjölskyldu, samstarfsmenn og svo framvegis.

Þeir sem auglýsa samband sitt oft treysta á samfélagsmiðla til að vera hamingjusamir

Rannsakendur frá Albright College rannsökuðu þetta tiltekna málefni og komust að því að fólk sem notar samfélagsmiðla til að monta sig af sambandinu er líka haldið óheilbrigðu hugsanamynstri – það er sjálfsöruggt vegna þess hvernig sambandinu gengur (líka út á við). Þetta fólk er líklegra til að gera aðra afbrýðisama eða njósna um makann á samfélagsmiðlum.

Auglýsing

Hamingjusöm pör þurfa ekki að „sanna“ neitt

Pör sem eru hamingjusöm þurfa ekki staðfestingu frá fólki á Facebook um hversu hamingjusöm þau eru. Þau þurfa ekki að monta, gera einhvern afbrýðisaman eða fylgjast með betri helmingnum. Þau eru örugg í sínu sambandi og þurfa þess ekki.

…og rúsínan í pylsuendanum: Fólk sem er ekki á Facebook er hamingjusamara!

Rannsóknarstofa Danmerkur í hamingju vildi vita hvað gerðist ef fólk hætti á Facebook í viku.Prófaði hún 1095 manns. Fólkið gaf einkunn áður en það hætti á Facebook hversu hamingjusamt það var áður og svo eftir samfélagsmiðlalausa viku. Niðurstöðurnar voru sláandi, en aukning var hjá langflestum þátttakendum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!