Fimmtu og nýjustu seríu af Orange is the New Black sem Netflix sýnir átti að vera frumsýnd 9. júní næstkomandi. Hakkari stal nýju seríunni og hlóð henni upp á ólöglega deilingarsíðu. Samkvæmt Variety hótaði hakkarinn Netflix með stuldinum en þegar óskum hans var ekki mætt lak hann þáttunum á netið.
Þetta hljómar eins og athæfi sem þú gætir endað í Litchfield út af…þetta hljómar allavega alvarlegt!
Netflix sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins og í henni segir: „Við vitum af stöðunni…og við höfum látið viðeigandi lögregluyfirvöld vita sem vinna með okkur í málinu.“
Þar sem seríu fimm af OITNB er nú fáanleg ólöglega á netinu gæti Netflix flýtt frumsýningardeginum. Það myndi gleðja aðdáendur þáttanna!