Leikarinn Tom Cruise hefur nú misst af fjórða afmæli dóttur sinnar í röð og neitar að ræða málið við fjölmiðla. Samkvæmt úttekt In Touch tímaritsins hefur hann ekki séð dóttur sína í 1300 daga, en þökk sé frábærri móður hennar, Katie Holmes, á Suri innihaldsríkt fjölskyldulíf.
Tom skildi við Katie fyrir fimm árum síðan og hefur ekki séð Suri síðan 2013: „Katie reynir að ala dóttur sína upp á ábyrgan og kærleiksríkan hátt,“ segir heimildarmaður tímaritsins. „Hún er frábær mamma og Suri er hið mikilvægasta í lífi hennar.“
Ástæðan þess að Tom hefur ekki hitt Suri svo lengi ku vera Vísindakirkjan og er Katie talin vera manneskja sem „heldur honum niðri“ og er þessvegna „bannfærð.“ Tom má ekki hitta hana þar sem hún er ekki í söfnuðinum: „Katie myndi leyfa honum að hitta Suri ef hann vildi. En hann hefur ekki beðið um það. Hann saknar hennar mikið en fylgir kenningum kirkjunnar til hins ítrasta og hefur hann ákveðið að halda áfram með líf sitt án hennar,“ segir sami heimildarmaður.
Suri fagnaði 11 ára afmæli sínu í Miami á dögunum og skemmti sér í vatnasporti.
Segir einnig í fréttinni að Tom sé í raun kominn út í horn og geti ekki gefið neina skynsamlega skýringu á því hvers vegna hann hefur útilokað eina líffræðilega barnið sitt úr lífi sínu: „Ímyndin er allt. Hann myndi líta út sem heimsins versti faðir ef hann gæfi þessa afsökun – að Vísindakirkjan bannaði honum það eða að hann sé of upptekinn að búa til bíómyndir til að hitta hana.“
Tom Cruise hefur ekki svarað In Touch varðandi þessar ásakanir.