Connie Dabate var myrt á hrottalegan hátt á heimili sínu í Connecticut, Bandaríkjunum, tveimur dögum fyrir jól árið 2015. Í minningargreinum var henni lýst sem „yndislegri eiginkonu og besta vini Richard Dabate.“ Ef við hraðspólum ár fram í tímann var „besti vinur“ hennar orðinn helst grunaði einstaklingurinn um morðið, þökk sé Fitbit heilsuúrinu hennar.
Varð Fitbit „vitni“ að athurðarrásinni sem leiddi til morðsins. Saksóknarar sögðu að fjarvistarsönnun Richards gengi ekki upp, en hann sagði að grímuklæddur maður hefði fyrst ráðist á sig, svo konuna sína. Var hann handtekinn fyrr í þessum mánuði og látinn laus gegn milljón dala tryggingu í síðustu viku.
Eiginmaðurinn sagði rannsakendum að morðið hefði átt sér stað um klukkan 9 um morguninn. Fitbit Conniar sýnir að hún var á hreyfingu í húsinu um 10:05. Connie fór svo í spinningtíma og sést hún á eftirlitsmyndavélum fyrir klukkan 9. Það kemur ekki heim og saman við framburð Richards. Hann sagðist hafa komið heim eftir að hafa skutlað börnunum þeirra tveimur í kringum klukkan 9, ástæðan hafi verið sú að öryggiskerfi heimilisins hafi farið af stað. Þegar hann kom heim sagðist hann hafa hitt hávaxinn ræningja sem hafi verið að fara í gegnum skáp. Hann hafi gert Richard óstarfhæfan áður en hann skaut konu hans á neðri hæðinni.
Richard virðist ekki hafa verið við eina fjölina felldur, en við sögu koma nokkur framhjáhöld, ófrísk hjákona og fleira sem hann gat ekki gert grein fyrir. Gögnin úr úrinu hafa þó verið hvað mikilvægust til að varpa sök á hann. Saksójnarinn Craig Stedman lét hafa eftir sér að tækið væri „frábært verkfæri fyrir rannsakendur. Við fáum líka upplýsingarnar fyrr en t.d. í DNA prófi.“
Heimild: Mashable