KVENNABLAÐIÐ

Emmanuel Macron sem hugsanlega verður Frakklandsforseti á konu sem er 24 árum eldri en hann

Eftir fyrstu umferð forsetakosninganna í Frakklandi í dag er ljóst að einvígið stendur á milli Marine le Pen og Emmanuel Macron sem er 39 ára fyrrum fjárfestir og fjármálaráðherra Frakka.

En það eru ekki forsetaframbjóðendurnir sem við ætlum að ræða heldur hjónaband Emmanuel Macron sem er giftur konu sem er 24 árum eldri en hann. Eiginkona hans Brigitte Trogneux er 63 ára.

Macron and his wife Brigitte traveled from Paris to Toulon on a second-class train for a rally earlier this month.

Þau kynntust þegar hann var 15 ára og hún kenndi honum franskar bókmenntir og leiklistarfræði. Hún var þá harðgift þriggja barna móðir. Þau felldu víst hugi saman yfir leikritaskrifum en þegar Emmanuel litli sagði foreldrum sínum hvernig honum var innanbrjósts, sendu þau hann rakleiðis til Parísar í annan skóla.

Auglýsing

b242f828f0bfdef92940cebd25d292ce

Emmanuel og Brigitte héldu uppi bréfaskriftum meðan hann var unglingur í útlegðinni en þegar Emmanuel var orðinn 18 ára skildi Brigitte við eiginmann sinn og flutti til Parísar til að geta verið með honum. Þau giftu sig síðan áið 2007.

2591329-...

„Það fær enginn að vita hvenær samband okkar varð ástarsamband. Það er bara okkar á milli, það er leyndarmálið okkar“, sagði Brigitte aðspurð um upphaf sambands þeirra hjóna.“

Þess má geta að Donald Trump er 24 árum eldri en eiginkona hans.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!