Móðir nokkur gæti verið dæmt í allt að 20 ára fangelsi í Nevadaríki, Bandaríkjunum, eftir að hafa logið því að 10 ára sonur hennar væri dauðvona. Bjó hún til GoFundMe síðu til að „uppfylla síðustu óskir“ hans og fékk ókunnuga til að greiða inn á reikninginn. Dögum eftir að hún sagði að hann hefði látist urðu vinir hennar tortryggnir þar sem faðir hans sagði hann enn á lífi.
Kona hafði samband við lögreglu sem fann síðan drenginn á mótelherbergi með móður sinni og kærasta hennar sem voru á leiðinni í „veiðiferð“ með hann.
Sonur Victoriu Morrison hefði eitt sinn verið greindur með læknanlegan sjúkdóm en móðirin hafði sannfært bæði hann, skólann og almenning að hann væri dauðvona með hvítblæði og ætti stutt eftir ólifað. Victoriu tókst að fá um 2000 dollara á GoFundMe og Facebook og um síðustu jól voru fréttir fluttar af drengnum sem fékk að fara um borð í þyrlu í útsýnisflug vegna veikindanna.
Victoria á þrjú önnur börn og hefur nú vegna málsins misst forræði yfir þeim þar sem hún hefur verið ákærð fyrir að villa um fyrir almenningi og að stofna barni í hættu.