Listamaðurinn og ljósmyndarinn Martin Usborne hefur tekið ljósmyndir af hundum sem hafa vakið mikla eftirtekt. En þeir eru allir svo sorgmæddir – afhverju skyldi það vera?
Hundar sem eru skildir eftir innilokaðir í bílum eru viðfangsefni Martins Usborne og hvernig sú hugmynd kom til er athyglisvert en hún byggir á endurminningu Martins sjálfs:
„Ég var einu sinni skilinn eftir í bíl, þegar ég var lítill, Ég man ekki nákvæmlega hvenær, hvar eða hversu lengi. Kannski var ég fjögurra ára. Kannski var þetta fyrir utan matvöruverslun og sennilega bara í svona fimmtán mínútur eða svo. Það sem ég upplifði var að ég var hræddur um að kannski kæmi enginn að sækja mig eða vitja mín; þegar maður er barn þá er það mögulegt í huga manns að maður verði alltaf aleinn“.
Maður fær bara tár í augun …
Einmana …
Ekki vera lengi …
Ég bíð eftir þér …
Hvenær kemurðu, mér leiðist …
Grenj …