KVENNABLAÐIÐ

Börn meistarakokksins Gordon Ramsay munu ekki erfa auðæfi hans

Í nýju viðtali við The Telegraph segist Hell’s Kitchen stjarnan ekki ætla að deila auðæfum sínum með krökkunum sínum í dag…og ekki heldur þegar hann er fallinn frá. Samkvæmt kokkinum sem er fimmtugur í dag munu börnin fjögur einungis fá 25% fjársins þegar hann er allur: „Peningurinn mun alls ekki fara til þeirra og ég meina það ekki illa – ég vil ekki spilla þeim,“ segir hann í viðtalinu.

gord1

Gordon kvæntist Tana Ramsay árið 1996 og eiga þau fjögur börn: Megan, 18, Jack, 17, Holly, 17, og Matilda, 15. Í dag njóta þau ekki þess að faðir þeirra þénar vel: „Þau sitja ekki með okkur á fyrsta farrými. Þau hafa ekki unnið nógu mikið til að verðskulda það…ég vann af mér ras***** til að sitja svo nálægt flugstjóranum og þau kunna betur að meta það þegar þau hafa unnið fyrir því,“ lætur hann hafa eftir sér.

Auglýsing

Einnig sagði Gordon að krakkarnir borði ekki á veitingastöðunum hans: „Í síðasta sinn sem við fórum á Royal Hospital Road [í NYC] var þegar Megan var 16 ára og það var í fyrsta skipti sem við borðuðum þar með krökkunum.“

gord2

Auglýsing

Gordon er ekki fyrsta stjarnan til að lýsa yfir að börnin eigi ekki að spillast við að erfa ríka foreldra. Söngvarinn Elton John hefur einnig sagt að synir hans tveir, Zachary og Elijah, eigi ekki að erfa allt eftir hann: „Auðvitað skil ég ekki strákana mína eftir slyppa og snauða, en það er skelfilegt að gefa krökkum silfurskeið. Það eyðileggur líf þeirra.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!