Þegar Marcelito og systir hans voru ættleidd af lögreglumanni og fjölskyldu hans var þeim gefin von – vonin um að lifa eins og venjuleg börn og að fá tækifæri til að blómstra á eðlilegan hann. Þrátt fyrir að hafa átt í erfileikum með að „finna sig“ áttaði Marcelito sig á að hann hafi undraverðan hæfileika: Að syngja bæði með karlmanns – og kvenmannsrödd eins og ekkert sé.
Hann reyndi fyrir sér í Pilipinas Got Talent (á Filippseyjum) og náði svo sannarlega í gegn! Hann vann keppnina í annari seríu af Pilipinas Got Talent!
Þetta var stóra tækifærið: Fljótt fóru að berast atvinnutilboð og meira að segja tækifæri á að hitta líffræðilegan föður sinn og móður. Eftir að hafa gefið út tvær plötur er Marcelito heimsþekktur og á dásamlegt líf sem aðra dreymir um. Hlustaðu á útgáfu hans af laginu „The Prayer“ með því að ýta á PLAY hér að neðan: