KVENNABLAÐIÐ

Hálftíma baðferð brennir jafn mörgum hitaeiningum og hálftíma ganga!

Góðar fréttir! Rannsakendur segja nú að fara í heitt bað (og gera nákvæmlega ekkert nema að slaka á) sé jafn hollt líkamanum og 30 mínútna ganga. Hópur sem samansettur var af háskólanum í Loughborough rannsakaði 14 karlmenn sem tóku próf: Þeir hjóluðu allir í klukkutíma og svo fóru þeir í bað sem var 40°C heitt.

Markmiðið var að hækka líkamshitann um eina gráðu. Niðurstöðurnar voru á þá leið að hjólatúrinn vissulega brenndi hitaeiningum en svo kom það óvænta: Að slaka á í heitu baði brenndi 130 heitaeiningum….sem er hið sama og einstaklingur brennir þegar hann gengur í hálftíma.

Auglýsing
 Til viðbótar má segja frá því að blóðsykurinn var einnig skráður 24 tímum eftir að prófin voru tekin og kom í ljós að hápuntkur blóðsykursins var 10% lægri þegar þátttakendur slökuðu á í baði en eftir hjólatúrinn. Baðið hafði einnig sömu áhrif í að minnka bólgur eftir álag.
Auglýsing
Að fara í bað eftir álag getur einmitt gert þetta: Að slaka á í 30-60 mínútur minnkar bólgur í líkamanum. Einnig hjálpar mikið að fara í gufu eftir álag. Eitt sem þarf samt að taka fram: Allir þátttakendur voru karlmenn þannig að kvenlíkaminn bregst kannski öðruvísi við. Eitt er þó ljóst: Að slaka á í potti/heitu baði getur gert kraftaverk fyrir heilsuna!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!