Góðar fréttir! Rannsakendur segja nú að fara í heitt bað (og gera nákvæmlega ekkert nema að slaka á) sé jafn hollt líkamanum og 30 mínútna ganga. Hópur sem samansettur var af háskólanum í Loughborough rannsakaði 14 karlmenn sem tóku próf: Þeir hjóluðu allir í klukkutíma og svo fóru þeir í bað sem var 40°C heitt.
Markmiðið var að hækka líkamshitann um eina gráðu. Niðurstöðurnar voru á þá leið að hjólatúrinn vissulega brenndi hitaeiningum en svo kom það óvænta: Að slaka á í heitu baði brenndi 130 heitaeiningum….sem er hið sama og einstaklingur brennir þegar hann gengur í hálftíma.
Auglýsing