Hvernig ætli sé að búa í flugvél? Einn maður upplifir það í sex mánuði á ári en hann á sína eigin Boeing 727! Bruce Campbell er verkfræðingur sem keypti notaða, gamla flugvél og breytti henni í heimili. Stendur hún á risastórri lóð og er með sína eigin innkeyrslu í Portland, Oregon. Enn er mikið eftir hjá Bruce, en eins og sjá má á myndunum býður vélin upp á skemmtilega möguleika!
Bruce þarf að búa til salernið sem virkar og þarf hann einnig að betrumbæta ýmislegt, s.s. lýsingu og sæti. Býr hann í vélinni hálft árið en hinn helminginn í Japan. Er hann á höttunum eftir annarri vél þar, sem hlýtur að teljast meðmæli með þessum sérstaka lifnaðarhætti!