KVENNABLAÐIÐ

Lítill drengur fæddist gráhærður!

Þessi litli drengur fæddist í Ungverjalandi á dögunum og heitir Bence…og hann er með hvítt/grátt hár. Hann er kallaður prinsinn af foreldrum sínum og hann er ekki albínói: „Hvítt hár er ekki tákn um sjúkdóm eða að móðir hans hafi verið stressuð á meðgöngunni,“ segir læknirinn Zoltan Kummer sem tók á móti honum. Einnig segir hann að Bence sé ekki albínói því þá myndi vera skortur á litafrumum í húðinni og augunum. Líklegt er að hárið dökkni með tímanum þó og um tímabundinn skort á litarefni sé að ræða.

gra1

Bence er mjög heilbrigður drengur og vó 5400 grömm og var 54 sentimetrar….og hann kom á deginum sem hann var settur. Blóðprufur hafa verið sendar til Búkarest en ekki bendir annað til en hann sé heilbrigður og allt í lagi!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!