KVENNABLAÐIÐ

Kínverskt „strákaband“ slær í gegn

Kínversk hljómsveit sem ögrar kynjaímyndum kallast Acrush og hefur hún algerlega slegið í gegn. Það sem einkennir hljómsveitina þó framar öðru er að strákarnir í hljómsveitinni eru alls ekki strákar…þeir eru fimm stelpur! Acrush er að gera allt vitlaust í Kína um þessar munir og mun fyrsta plata þeirra líta dagsins ljós í enda mánaðarins. Raunveruleikaþátturinn Husband Exhibition uppgötvaði stjörnurnar en þátturinn miðar að koma poppstjörnum á framfæri. Hefur hljómsveitin um milljón fylgjenda á Weibo (kínverska Twitter, svo að segja)….sem verður að teljast mikið þar sem stjörnur á borð við Katy Perry eru ekki með fleiri fylgjendur.

straka 2

Hugtakið „husband“ er notað af kínverskum konum og nota þær það fyrir þær poppstjörnur sem þær vilja giftast. Þar sem um er að ræða stúlkur flækir það málið allsvakalega, en umboðsmaður hljómsveitarinnar, Zhou Xiaobai, segir að vinsældir bandsins megi einmitt rekja til þess að þær eru stúlkur – þær skilja konur því enn betur.

straka4

Li Yuchun, beggjakyns poppstjarna, vann hæfileikakeppninga Super Girl árið 2005. Fyrirtækið sem kom henni á framfæri vildi búa til hljómsveit undir sömu formerkjum og fundu þau 10 manns sem vildu taka þátt. Eftir tveggja mánaða æfingabúðir urðu Lu Keran, An Junxi, Peng Xichen, Min Junqian og Lin Fan meðlimir Acrush.

straka3

Meðlimum hljómsveitarinnar er bannað að ræða kynhneigð sína. Ekki má heldur tala um strák eða stelpu í því samhengi, heldur má bara segja meishaonian, eða „myndarleg ungmenni.“
Zhou Xiaobai segir að ímyndin sé ekki bara sett á svið fyrir vinsældirnar heldur hafa stúlkurnar klætt sig sem stráka alla sína tíð. Aðdáendur hljómsveitarinnar eru aðallega konur sem senda þeim jafnvel ástarbréf.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!