Ef þú hélst að ananas væri það versta sem hægt væri að fá sér á pizzu var það rangt…afar rangt. Japanskur veitingastaður er nú að bjóða upp á pizzu með kandíflossi og hunangssósu. Hljómar vel?
Schmatz Beer Dining er þýskur veitingastaður sem staðsettur er í Tokyo, Japan. Reynir hann að breyta pizzuvenjum fólks eins og hægt er. Í stað klassískra áleggja á borð við pepperoni, sveppa eða tómatsósu er þeyttur sykur eitt af áleggstegundunum. Þessi furðulegi réttur samanstendur af þunnri pizzaskorpu, osti og kandíflossi. Tómatsósan er ekki til staðar en hunangs-engifersósa tekur við af henni.
Kandísflossinn er bræddur og þannig kemst sykurinn í pizzuna. Kandísflosspizza hefur verið vinsæl í Japan að undanförnu eftir að kirsuberjablómin báru ávöxt. Er um að ræða tímabundinn matseðil og ekki er um grín að ræða. Virðist pizzan vera afar vinsæl.