KVENNABLAÐIÐ

Foreldrum ráðlagt að koma einhverfum tvíburum fyrir hjá öðru fólki

Foreldrar tvíbura sem voru með ódæmigerða einhverfu hafa lagt líf sitt undir að gera líf þeirra bærilegt. Var ástandið á heimilinu svo svakalegt að foreldrarnir neyddust til að breyta heimilinu í „fangelsi“ eins og þau orða það sjálf. Mark og Annie Montague eiga 11 ára tvíburana, Samuel og Jacob. Þegar þau labba hönd í hönd á ströndinni líkjast þau hverri annarri fjölskyldu en heima við á heimili þeirra í Kent, Bretlandi, er aðra sögu að segja. Heima fyrir eru hurðirnar boltaðar fastar, engir listar eru á gólfunum og allt er skrúfað fast. Engin alvöru húsgögn eru, bara nokkrir stólar. Í kringum húsið er há girðing og vírar. Þetta hefur verið líf fjölskyldunnar síðan tvíburarnir greindust einhverfir tveggja ára gamlir. Foreldranir greina frá í meðfylgjandi myndbandi að best væri að koma tvíburunum fyrir annars staðar.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!