KVENNABLAÐIÐ

Hvað er „The Mind Diet?“ eða matur fyrir hugann?

The Mind diet eða matur sem eflir hugann er afar vinsæll þessa dagana vegna þess hann styður heilbrigðan huga og minnkar líkurnar á að fá heilasjúkdóm á borð við Alzheimer. Er mataræðið sambland af miðjarðarhafsmataræði og DASH mataræði, sem hvoru tveggja hafa ákjósanleg áhrif á heilsuna.

Martha Clare Morris hjá Rush University Medical Center vildi finna mataræði sem væri gott fyrir heilann. Markmið hennar var að finna fæðu sem minnkaði líkur á að fólk fengi Alzheimers.

a mi

Miðjarðarhafsmataræðið miðar helst að því að borða sem náttúrulegastan og hreinastan mat, og minnka óholla fitu og rautt kjöt í fæðunni. DASH mataræðið (e. Dietary Approaches to Stop Hypertension) eða mataræðið sem miðar að því að minnka háþrýsting, hjálpar fólki að minnka saltmagn í fæðu og lækka blóðþrýsting.

Auglýsing

Morris sagði í viðtali við Live Science að rannsakendur hefðu viljað finna það besta úr þessum kúrum því einfalt væri að fylgja þessum reglum. MIND mataræðið miðar að því að borða þessar 10 fæðutegundir á hverjum degi og forðast þessar fimm.

Þessar fæðutegundir skal borða:

Grænmeti

Laufgrænt salat

Ber, sérstaklega bláber

Hnetur

Baunir

Vín

Heilhveiti/trefjar

Fisk

Kjúkling

Ólífuolíu

Auglýsing

Fimm fæðutegundir sem skal forðast:

Steiktan mat eða skyndibita

Rautt kjöt

Ostar

Smjör eða smjörlíki

Kökur eða sælgæti

Assorted grocery products including vegetables fruits wine bread dairy and meat isolated on white

Reglurnar eru svona:

Borðaðu þrjá skammta af trefjaríkum mat á hverjum degi

Borðaðu salat á hverjum degi

Eitt grænmeti á dag

Glas af víni á dag

Borðaðu hnetur næstum daglega

Baunir annan hvorn dag

Kjúkling og ber a.m.k. tvisvar í viku

Fisk einu sinni í viku

Þú mátt borða óhollan mat, en bara einu sinni í viku

Minna en ein teskeið af smjöri er leyfð á dag

Það sem þú getur grætt á mataræðinu:

Reiknað er með að hálf milljón Bandaríkjamanna undir 65 ára aldri hafi einhver einkenni heilabilunar eða elliglapa, s.s. Alzheimer. Morris prófaði þennan kúr í um áratug með 923 eldri borgurum. Rannsóknarniðurstöður sýndu að 53% þátttakenda minnkuðu líkurnar á Alzheimer sjúkdómnum.

Þú getur kynnt þér mataræðið betur HÉR og HÉR.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!