Orange is the New Black stjörnirnar Lauren Morelli og Samira Wiley hafa nú gengið í hnappelduna eftir að hafa trúlofað sig í fyrra. Brúðkaupið var haldið með nánustu vinum og fjölskyldu. Foreldrar Samiru eru prestar í Covenant Baptistakirkjunni í Washington DC og var brúðkaupið haldið í Palm Springs í Kaliforníu á laugardaginn síðastliðinn.
Samira leikur Poussey Washington í OITNB, póstaði mynd af sér í fyrra á Instagram með þessu eina orði: „Yes.“ Lauren er einn af höfundum handrits OITNB.

Parið varð ástfangið á setti þáttanna sem sýndir eru á Netflix og Lauren var þá gift manni. Hún áttaði sig á að hún yrði að koma út úr skápnum og sagði að þetta hefði verið eins og ferð Piper, aðalpersónunnar í þáttunum.