George litli prins er að verða fjögurra ára og kominn tími á forskóla hjá honum samkvæmt breskum sið. Vilhjálmur og Kate tilkynntu að George muni ganga í Thomas’s Battersea einkaskólann í London frá septembermánuði 2017. Önnin kostar um 850.000 krónur íslenskar en það mun víst ekki vefjast fyrir foreldrunum að greiða þann reikning.
Skólastjórinn Ben Thomas vonast frekar til að nemendur eigi „fullt af góðum vinum“ frekar en einn besta vin til að forðast átök og afbrýðisemi. Um 540 nemendur eru við skólann frá aldrinum fjögurra til 13 ára. Mikilvægasta regla skólans er að „vera góð/ur.“ Kennd er leiklist í skólanum, listir, leiklist, franska, tónlist og leikfimi og lofar skólinn færustu kennurum í sínu fagi.
Skólinn er talinn sá besti í höfuðborg Bretlands og skartar nýjum tónlistarskóla og íþróttahúsi. George prins fer því frá dagmömmu sem kostar um 4500 krónur á dag yfir í mun dýrari skóla!