Murray er þriggja ára og fannst í slæmu ástandi: Það vantaði helming af eyra og hann var með gúmmíteygjur á skottinu. Eftir ótrúlega aðlögun hefur hundurinn sem er af tegundinni beagle fengið vinnu á flugvelli við gæslu. Fósturmóðir tók hann að sér og þjálfaði hann og gaf honum ást og umhyggju. Tollyfirvöld í Bandaríkjunum fréttu af þessu og fengu hann til liðs við sig. Mögnuð saga!
