KVENNABLAÐIÐ

Donald og Melania Trump sofa ekki í sama rúmi

Upp á síðkastið hefur almenn forvitni ríkt meðal fólks um hvort hjónaband Donalds og Melaniu Trump standi á brauðfótum. Donald er sjötugur og Melania 46 ára. Margir hafa bent á augljós dæmi þar sem þau hafa í raun ekki getað falið fyrirlitningu á hvort öðru og sumir hafa skilið val Melaniu um að flytja ekki í Hvíta húsið því hún geti hreinlega ekki afborið að horfa á appelsínugula smettið hvern einasta dag. Reyndar hefur það verið „afsakað“ með því að sonur þeirra Barron þurfi að mæta í skóla hvern einasta dag í NYC þar sem Melania er staðsett.

Melania hefur hinsvegar sagt að hún muni flytja til höfuðborgarinnar í júní næstkomandi en það hefur ekki hindrað gárungana í að tala um hjónaband þeirra.

Margar heimildir segja að fyrrum fyrirsætan sem býr 200 mílum frá Washington D. C. í Trump Tower á meðan Barron klárar skólann vilji alls ekki deila rúmi með eiginmanni sínum, m.a. þessi nafnlausi heimildarmaður í viðtali við Us Weekly:

Melania neitar að deila rúmi með Donald meira að segja í þau örfáu skipti þegar þau gista í sömu borg. „Þau gista í sitthvoru svefnherberginu,“ segir vinur þeirra hjóna. „Þau eru aldrei saman á nóttunni – aldrei nokkurn tímann.“ Annar heimildarmaður segir reyndar að þau gisti í sama herbergi, bara ekki í sama rúmi…mjög konunglegt af þeim.

Samkvæmt tímaritinu GQ árið 2016 segir að „Melania segir að lykill að velgengni hjónabandsins sé að deila ekki baðherbergjum.“ En í þessu tilfelli…hvað með svefnherbergin?

Heimild: NYMag

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!