Allir foreldrar verða að kenna börnunum sínum þetta: Það gæti bjargað lífi þeirra! Ímyndaðu þér þetta: Það er nokkuð liðið á kvöldið og það er helgi. Þú færð hringingu frá unglingnum þínum sem er úti með vinum sínum. Hann hljómar hikandi og dálítið uppstökkur en þegar þú spyrð hvað sé að segir hann að allt sé í góðu. Næsta dag kemstu að því að unglingurinn var að drekka áfengi eða prófa eiturlyf í fyrsta skipti…hann vissi ekki hvernig hann ætti að komast úr aðstæðunum.
Þetta er nákvæmlega það sem gerðist fyrir Bert Fulks og son hans Danny. Bert er prestur og vissi nákvæmlega hversu erfitt það er að breytast úr barni í fullorðna manneskju. Hann treysti syni sínum en vildi að Danny myndi treysta sér til að koma honum til bjargar, án þess að dæma hann, þegar hann þyrfti.
Bert fann upp frábært kerfi eða áætlun sem allir sem eiga börn eða unglinga ættu að læra.
Hann kenndi syni sínum að senda út neyðarkall án þess að gera hann vandræðalegan í kringum vini sína. Bert fékk þessa hugmynd þegar hann talaði við táninga í meðferðum.
„Fyrir stuttu spurði ég þessa krakka: Hversu margir hafa lent í aðstæðum þar sem hlutir gerðust sem ykkur leið ekki vel með? Þið henguð samt í aðstæðunum, oft vegna þess það var engin leið út?”
Allir krakkarnir réttu upp hönd.”
Hér er aðferðin eins og Bert lýsir henni: „Segjum það að Danny, yngsti sonur minn, sé í partýi. Ef eitthvað gerist sem honum líður illa með þarf hann bara að senda mér, mömmu sinni eða systkinum bókstafinn „X.” Sá sem fær sms-ið er þá með áætlun sem allir fara eftir. Um leið og þau fá skilaboðin hringja þau í Danny. Þegar hann svarar er handritið svona:
„Halló?”
„Danny, það kom dálítið uppá og ég þarf að koma að ná í þig strax.”
„Hvað gerðist?”
„Ég segi þér það þegar ég kem, vertu tilbúinn eftir fimm mínútur, ég er á leiðinni.”
Á þessum tímapunkti segir Danny vinum sínum að eitthvað hafi gerst heima og hann þurfi að fara.
Til að áætlunin virki þurfa krakkar og unglingar að vita að þeir lendi ekki í vandræðum heima fyrir vegna ástandsins sem þau voru að reyna að flýja. Foreldrar þurfa að gæta þess að spyrja engra spurninga nema barnið vilji tala, þeir þurfa einungis að vera þakklátir fyrir traustið sem barnið sýnir þeim. Bert segir það auðvitað erfitt en það er afar nauðsynlegt til að halda barninu frá vandræðum.
Deildu þessu með vinum og fjölskyldu – það gæti bjargað þeim úr erfiðum aðstæðum og jafnvel lífi þeirra.