KVENNABLAÐIÐ

Einkenni og áhættuþættir heilablóðfalls

Hvað er heilablóðfall eða slag? Heilablóðfall sem stundum er kallað „að fá slag“, er yfirleitt orsakað af stíflu í slagæðum sem sjá heilanum fyrir súrefnisríku blóði. Þetta getur svo haft þær afleiðingar að skemmd verður í heilavefnum vegna súrefnisskorts. Afleiðing af súrefnisskortinum fer svo eftir því hvar í heilanum skemmdin verður. Til dæmis getur viðkomandi tapað stjórn á útlimum eða hæfileikann til þess að tala. Skemmdin getur verið tímabundin eða varanleg, að hluta til eða öllu leyti. Rannsóknir sýna að því fyrr sem einstaklingur fær rétta meðferð, því fyrr getur súrefnisríkt blóð borist á ný til svæðisins, og minni líkur eru á skemmdum.

Hver eru einkennin?
Ef eftirtalinna einkenna verður vart er mikilvægt að kalla strax eftir hjálp. Því fyrr sem einstaklingur kemst undir læknishendur því meiri líkur eru á að hægt sé að fyrirbyggja varanlegan skaða.

Skyndilegur doði eða krafleysi í andliti, handlegg eða fótlegg á annarri hlið líkamans.
Skyndileg sjónskerðing, einkum á öðru auga.
Vandamál við að tala, málstol eða erfiðleikar við að skilja aðra.
Skyndilegur afar slæmur höfuðverkur af óþekktir orsök.
Óútskýrður svimi eða ójafnvægi, sérstaklega ef kemur í kjölfar áðurnefndra einkenna.
Annað einkenni sem getur verið fyrirboði heilablóðfalls er tímabundin blóðrásratruflun í heila öðru nafni TIA (transient ischemic attack . TIA er í raun lítið heilablóðfall sem getur orsakað einkennin hér að ofan en stendur jafnvel bara yfir í nokkrar mínútur en ber að taka alvarlega. Þeir sem fá TIA köst eru í meiri áhættu á að fá heilablóðfall síðar meir. Ávallt skal hafa samband við lækni leiki grunur á TIA kasti.

Hverjir eru helstu áhættuþættirnir?
Æðakölkun

Ómeðhöndluð sykursýki

Hár blóðþýstingur

Of há blóðfita

Reykingar

Saga um tímabundna blóðrásartruflun í heila (TIA)

Hjartasjúkdómar

Sjúkdómar eða galli á hálsslagæð (slagæðin sem flytur blóð til heilans)

Hvað get ég gert til fyrirbyggingar?

  • Skoðaðu áhættuþættina hér að ofan. Eigi einhverjir þeirra við þig þarf að tryggja rétta meðhöndlun við þeim. Að auki er mikilvægt að fylgjast vel með blóðþrýstingi, sérstaklega ef hann hefur tilhneigingu til að vera hár og eða ef sterk ættarsaga er um hækkaðan blóðþrýsting.
    Forðast fituríkan mat og minnka saltneyslu til að lækka blóðfitu og blóðþrýsting.
    Gæta þarf að blóðsykur haldist stöðugur sérstaklega hjá þeim sem glíma við sykursýki.
    Takmarka áfengisdrykkju.
    Reykleysi. Hættu strax að reykja.
    Reglulegt eftirlit með áhættuþáttum er mikilvægt til að geta fylgst með og komið í veg fyrir heilablóðfall.

Doktor.is – allur fróðleikur um heilsu og lyf! 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!