KVENNABLAÐIÐ

Hver vill eiga þessi börn? Ættleiðingarauglýsing vekur gríðarlega athygli

„Fjölskylda óskast“ segir í auglýsingu í bandarísku dagblaði í Kansasríki og sýnir hún fimm gullfalleg systkini sem vantar ástríkt heimili. Vakti auglýsingin ótrúlega athygli og hafa starfsmenn vart haft undan að svara. „Þetta eru ótrúleg viðbrögð, eiginlega hálf-klikkuð,“ segir Corey Lada hjá félagsmálayfirvöldum í Kansas. Síðan auglýsingin birtist á dögunum hafa þúsundir svarað auglýsingunni.

Félagsmálayfirvöld segja einnig að áhugi hafi vaknað hjá öðrum í Kansas að ættleiða.

Auglýsing

Auglýsingin sýnir þrjá drengi og tvær stúlkur á aldrinum 2-11 ára en þau eru bara nefnd fyrsta nafni: Bradley, 11, Preston, 10, Layla, 8, Landon, 6, og Olive, tveggja ára.

börn 2

Þar er greint frá áhugamálum og tómstundum sem eru margvísleg, allt frá tónlist til íþrótta, hip-hop dansa og að safna Pokemon. Öll börnin eru á mismunandi fósturheimilum en Corey segir að vonast sé til að öll börnin fari á sama heimili. Hann neitaði að gefa upp frekari upplýsingar um börnin.

Auglýsing

Félagsmálayfirvöld hafa fundið nokkrar fjölskyldur sem koma til greina. Vefsíða ríkisins vegna ættleiðinga (adoptkskids.org) hefur nú tekið niður auglýsinguna eftir að hún vakti svo gríðarleg viðbrögð.

 

Heimild: BBC