Þann 12. september næstkomandi mun fyrrum eiginkona Donalds Trump gefa út bók sem kallast Raising Trump. Mun bókin fjalla um samkvæmt fréttatilkynningu: „einstakt líf hennar og uppeldi þriggja barna hennar, Donald Jr., Eric og Ivanka, og hún minnist þeirra aðferða og því sem hún kenndi þeim í uppvextinum.”
Þegar fyrrum eiginmaður hennar, Donald, tók við embætti forseta Bandaríkjanna var börnunum „ýtt út í sviðsljósið, en það er Ivana sem ól þau upp og stolt innleiddi hún það sem henni þótti mikilvægast: Hollustu, heiðarleika, sanngirni og atorku.”
Eftir að Donald tók við embætti í janúar hefur lítið heyst frá Ivönu þó hún hafi mætt í innsetningarathöfnina. Þessi bók sem nú einblínir á börnin sem hafa vaxið upp sem sjálfstæðir einstaklingar er þó ekki hennar fyrsta. Hún gaf út bókina For Love Alone árið 1992 og framhaldið ári seinna Free to Love.
Þó eitthvað sé fjallað um heimaland hennar, Júgóslavíu og brjálæðislegt ástarsamband milli þeirra er bókin ekki pólitísk og lýst sem hlutlausri.
Börnin þrjú segjast afar stolt af móður sinni og hlakka til útgáfunnar: „Hún er frábær mamma, kennari og innblástur fyrir okkur öll. Við erum ótrúlega þakklát fyrir að hafa alist upp í svo elskandi og náinni fjölskyldu.”
Heimild: Vanity Fair