KVENNABLAÐIÐ

Maðurinn sem hleypur um nakinn með íslenskum hestum

Nick Turner er afar sérstakur maður sem elskar að hlaupa um nakinn í íslenskri náttúru með íslenska hestinum. Það getur vel verið að sumum þyki hann sérstakur en hann er með smá þráhyggju fyrir ósnortinni náttúru….líkt og við höfum á okkar elskaða landi.

nak3

Nick vill frekar fanga sig á filmu nakinn með íslenska hestinum heldur en fara hina hefðbundnu túristaleið sem liggur í gegn um eldfjöll, fossa og þess háttar.

Auglýsing

nak1

Í viðtali við Vice segir Nick: „Ég held að ákveðins misskilnings gæti varðandi verkin mín. Þetta er ekki bara ég að hlaupa um nakinn eða nokkurt þvíumlíkt. Í raun langt frá því. Ég er að reyna að sýna fram á að ég sé að hlaupa með þeim og dveljist í þeim heimi –  því það er samræðan sem ég er að reyna að skapa. Ég veit að stutt er í frummanninn, dýrslegar kenndir.“

nak6

Sem barn var Nick mjög heillaður af náttúrunni og dýrum, vildi í raun frekar vera í kringum hesta en bekkjarfélaga sína. „Sumt af þessu fylgdi mér á fullorðinsár, þessi viðkvæma hlið. Þetta eru sjálfsmyndir, oftast teknar í náttúrunni eða með hestum til að reyna að skilja hvers vegna í uppvextinum mér fannst ég svo óöruggur og eins og ég stæði utan við mannlegt samfélag.“

nak7

Nick reyndi að finna sjálfan sig og fór í aðrar víddir til að skilja mannlegt eðli og verk hans urðu í raun staðhæfing um samfélagið sjálft: „Ég vildi verða hluti af ættflokknum, einn af hestunum, ekki bara maður sem stæði við hliðina á þeim.“

nak5

Listamaðurinn vinnur með teikningar og málverk og vill meina að hann nái að tjá sig betur þannig. Hann notar viðarkol eða blýant til að tjá sig. Hann finnur staðsetningu og myndar mikið án þess að hugsa of mikið um lýsingu eða uppsetningu. Það gerir list hans náttúrulegri, sjálfsprottinni og án áhrifa frá honum sjálfum eða hestunum.

Auglýsing

nak4

Sem barn dvaldist Nick Turner mikið í Evrópu og fór í menntaskóla í Frakklandi. Hann varð fyrir áhrifum af evrópskri list og menningu og sjálfsmyndir hans minna stundum á grískar fyrirmyndir. Hefur hann ferðast um Ísland frá árinu 2011 og hefur komið hingað að minnsta kosti sex sinnum. Sagt er í greininni að um 60% Íslendinga trúi á álfa og aðrar yfirnáttúrulegar verur og þeir séu opnir fyrir því óútskýranlega…það heillaði Nick mjög: „Sem barn hafði ég mjög lifandi ímyndunarafl og þar sem ég las mikið af bókum um ævintýri og galdra heillaðist ég af landinu.“

nak8

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!