Dóttir Baldurs Þórhallssonar stjórnmálafræðiprófessors, Álfrún Perla Baldursdóttir, var viðstödd fyrirlestur Angelinu Jolie í dag á ráðstefnu LSE: The London School of Econimics and Political Science. Hélt hann fyrirlesturinn: Hvernig blómstra smáríki? Samskipti smáríkja við stór nágrannaríki. Þrátt fyrir að fyrirlestrarnir hafi verið hluti af sömu ráðstefnu hitti Baldur ekki leikkonuna en dóttir hans var svo heppin að gera það!
Angelina hélt fyrirlestur um konur, frið og öryggi og segir Álfrún að um 50 manns hafi verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að hlýða á leikkonuna heimsþekktu. Aðspurð segir hún að Angelina hafi verið „mjög klár og alveg með allt sitt á hreinu…hún er mjög sjarmerandi og fyndin.” Hún ræddi ekki við hana persónulega en meðfylgjandi mynd sýnir Angie og nemendur sem viðstaddir voru fyrirlesturinn.