KVENNABLAÐIÐ

Tvíburasysturnar sem hættu að hata á sér hárið og fóru að elska það!

Eineggja tvíburarnir Cipriana Quann og TK Wonder láta fólk alltaf snúa sér við á götu þegar þær sjást. Ástæðan? Jú, algerlega tryllt hár! Fyrir ekki svo löngu hötuðu þær á sér hárið, svo umfangsmikið var það: „Ég hataði það og sá það sem svakalega hindrun.“ En svo leið tíminn og þær ákváðu að hætta að reyna að slétta það og fagna því í staðinn. Þær eru nú þekktar fyrir að vera drottningar náttúrulegs hárs og vekja athygli og öfund um allan heim.

Þær er samt miklu meira en fagrar konur, þær eru konurnar á bak við bloggið Urban Bush Babies. „Við ákváðum að hefja byltingu fyrir náttúrulegu hári og þar hefur verið ákveðin undiralda hjá svörtum konum sem eru með hárið sitt náttúrulegt, í afró. Bloggið snýst um að brjóta niður staðalímyndir og hugmyndir fólks um hár almennt. Fyrir skemmstu var mikil umræða um Halle Berry á Óskarsverðlaunahátíðinni þar sem hún þurfti að „gera grein fyrir“ hárinu á sér.

Þær eru svo flottar!

tww1 tww2 tww3 tww4 tww5 tww6 tww7 tww8 tww9 tww10 tww11 tww12 tww13 tww14 tww15 tww16

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!