Kona nokkur þjáist af ótrúlega sjaldgæfu heilkenni sem veldur því að hún lyktar stöðugt eins og fiskur. Kelly Fidoe-White, frá Oldham, Greater Manchester í Bretlandi hefur verið haldið heilkenni sem á fræðimáli kallast Trimethylaminuria – eða „fiskifýlu-heilkenni“
Fólk sem þjáist af því lyktar stöðugt þrátt fyrir tíðar sturtuferðir af lykt sem einna helst mætti líkja við úldinn fisk, lauk eða saur. Kelly lýsir lyktinni sem blöndu af fiski og lauk. Hún lenti í miklu einelti í skóla vegna þessa. Þrátt fyrir það reynir hún að lifa eðlilegu lífi og hefur m.a. gift sig.