KVENNABLAÐIÐ

Fljótandi hótel flytur þig um nóttina á fallega eyju

Þessi framtíðarhönnun gefur sumarfríinu alveg nýja merkingu. Hótelið er í laginu sem fullkomin kúla sem forrituð er þannig að hún flýtur yfir hafið til ákveðinnar eyju í kerfinu. Gestirnir njóta vaggandi alda (best er auðvitað að þjást ekki af sjóveiki) áður en þeir vakna á gullfallegri eyju. Þá hafa þeir notið stjörnubjartrar nætur eins og sjá má á myndinni.

ht

Mizukami hótelið er hannað af japanska fyrirtækinu Huis Ten Bosch og komast allt að fjórir fyrir í kúlunni. Tvöföld rúm eru í kúlunni, sturtur, salerni og er gólfflöturinn um 36 fermetrar.

Kostar nóttin einungis um 33.000 krónur. Á meðan horft er á stjörnurnar og lífisins notið er ekki mælt með að horfa á bíómyndir á borð við Jaws eða Titanic…

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!