Strætislistamaðurinn Banksy, hvers auðkenni er á huldu, hefur skapað sér dularfullt og verðmætt nafn við að skapa pólitísk listaverk um víða veröld. Oft hafa hverfi uppgötvað ekta Banksy listaverk sem spretta oftar en ekki upp í skjóli nætur. Deilir hann á innflytjendamál, „stóra bróður,“ stríð og fleira athyglisvert. Árið 2015 opnaði hann Dismaland — tímabundinn skemmtigarð sem má best lýsa sem Mikka mús-martröð. Nú hefur listamaðurinn opnað raunverulegt, hrikalega umdeilt hótel á Vesturbakkanum – svæðinu milli Ísrael og Palestínu.
Eins og myndirnar sýna er hvert einasta smáatriði útpælt…og þetta er virkilega töff, ekki satt?
(Þú getur smellt á myndirnar til að sjá þær stærri)