Starfsfólk barnaspítalans Cordoba í Argentínu reyndi að festa á filmu eitthvað fyrirbæri sem það taldi sig sjá í meðfylgjandi myndbandi. Var það visst um að barn væri að fela sig við hliðina á rúminu á ganginum. Hjúkrunarkona tók meðfylgjandi myndband og er að tala við „barnið“ en sumir telja sig sjá ógreinilega, litla mannveru við hlið rúmsins.

Ekki eru allir sannfærðir um myndbandið, sumir segjast ekki sjá neitt á meðan margir segjast sjá óskýra veru við hlið rúmsins.
Starfsmennirnir segja að þessi álma spítalans sé ekki í notkun en þeir trúa því að um sé að ræða barn sem lést í herbergi 500. Engin umferð er um gangana þarna.

„Draugurinn 500″ varð vart af að minnsta kosti 10 manns á aðeins örfáum klukkustundum. Setti starfsfólkið blöðrur hjá rúminu sem sprungu á óskiljanlegan hátt. Foreldrar sem heimsóttu veik börn sín sögðust einnig hafa séð ógreinilega veru sitja á rúminu.
Hvað sérð þú?