KVENNABLAÐIÐ

82 ára kona hringdi óvart í 28 ára mann: Þau eru gift í dag!

Sagt er að ástin hafi engin landamæri og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli. Hjartnæm saga indónesískra hjóna hefur snert hjörtu margra, enda um 54 ára aldursmun að ræða. Fyrir ári síðan fékk hinn 28 ára Sofian Loho Dandel, lagerstarfsmaður á eyjunni Mantehage, óvænt símtal frá ókunnu númeri. Hann svaraði og konan á línunni hafði slegið inn rangt númer. Í stað þess að skella á og halda áfram með líf sitt fóru þau að spjalla saman og kynnast. Þau höfðu að sjálfsögðu ekki hugmynd um að þau væru að ræða við sinn framtíðarmaka.

„Við fórum bara að spjalla og kynnast,“ segir Sofian við indónesíska fjölmiðla. „Síðan þá höfum við verið í stöðugu sambaandi án þess að vita aldur hvors annars. Ég hafði aldrei farið út með konu áður, ég varð ástfanginn.“

Auglýsing

Sofian-and-Martha

 

Eftir nokkra mánuða spjall ákvað Sofian að tími væri kominn til að hitta ástina í lífi sínu. Hann ferðaðist 120 kílómetra til þorpsins Lelema sem er í suður Minahasa til að mitta Martha Potu – konuna sem sneri lífi hans svona á hvolf! Hann hafði aldrei spurt hana um aldur eins og sönnum herramanni sæmir, svo hann fékk dálítið áfall að hitta 82 ára ömmu.

„Ég bjóst ekki við Martha væri á þessum aldri,“ segir hinn 28 ára verkamaður. „Hvað sem því líður erum við virkilega ástfangin og og ákváðum að halda sambandi okkar áfram.“

Auglýsing

Sofian-and-Martha3

 

Nokkrum mánuðum eftir að þau kynntust ákváðu Sofian og Martha að taka sambandið upp á næsta stig. Þau trúlofuðu sig og hittu fjölskyldur hvors annars til að tilkynna þeim stóru fréttirnar. Sofian bauð foreldrum sínum án þess að segja þeim að hún gæti í raun verið móðir þeirra með tilliti til aldurs, en þau eru um sextugt.

„Við höfðum ekki hugmynd um að unnusta hans væri amma. Við vorum mjög hissa, hvað annað getum við sagt?“ segja foreldrar Sofians. „Við sáum þó strax hversu ástfangin þau voru svo við samþykktum ráðahaginn. Ef þetta á að vera, er það bara þannig.“

Sofian-and-Martha2

 

Sofian og Marta gengu í það heilaga þann 18 febrúar síðastliðinn og vakti það mikla athygli um alla Indónesíu. Fjölmörg viðtöl hafa birst út um allan heim og þau hafa verið fús að segja ástarsögu sína til að sýna fólki að ástin spyr ekki um aldur.

Martha missti fyrsta eiginmann sinn fyrir áratug og hafði verið að leita að félaga lengi. Börn hennar búa í Þýskalandi og Saudi Arabíu: „Ég bað guð um að gefa mér annað tækifæri og ég fékk það. Ég bað um mann sem gæti séð um mig í ellinni en vissi ekki hann myndi senda mér Sofian!“

Þrátt fyrir aldursmuninn trúir Sofian að þau verði saman svo lengi sem þau lifa: „Við verðum hvort öðru trú þar til dauðinn aðskilur okkur,“ segir hann í viðtali við Kompas.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!