Hætturnar við að hitta fólk á netinu eru einhverjar…ást sem ekki er endurgoldin, vandræðalegheit og tími og peningar sem eytt er til að hitta hinn eina rétta/einu réttu. Ein saga sem sögð hefur verið frá konu nokkurri í Boston, Bandaríkjunum, hefur þó hroll í för með sér.
Konan á að hafa flutt til Boston og blaðamaðurinn Madeleine Davis hefur afskaplega mikinn áhuga á að vita hvort sagan er sönn eða um hvort flökkusögu sé að ræða…sem margir trúa að sé.
Sagan hefur alla þá burði að vera flökkusaga…en hvað ef hún er sönn? Kona á þrítugsaldri flytur til Boston til að klára námið sitt.
Frænka hennar býður henni að búa í húsinu sínu meðan hún fer til Evrópu. Stuttu eftir að konan flytur inn byrja þessi furðulegu hljóð. Húsið er gamalt og konan býst við að hljóðin séu orsök þess. Hún fær þó ráð hjá föður sínum sem segir hljóðin ekki vera merki um neitt skrýtið en hvetur hana þó til að hringja á lögregluna svo þeir geti leitað af sér allan grun.
Svo þessi umrædda kona hringir í lögregluna sem segir henni ítrekað að hljóðin séu „sennilega ekkert.“
Sá sem svarar símanum spyr þó hvort hún sé ein heima. Konan segir já og hann sannfærir hana um að ekkert sé að en lögregluþjónn verði hjá henni eftir um 40 mínútur þar sem mikið sé að gera.
Þremur mínútum síðar mætir löggan…sírenur á og ljósin blikkandi fyrir framan húsið. Þeir leita í húsinu.
Það sem lögreglan fann: Ekki bara mann í kjallaranum heldur fundu þeir ýmsan búnað sem væri hægt að nota til að pynta menn eða klippa lík í sundur.
Það sem meira er – konan þekkir manninn sem hún hafði hitt á Tinder og hafði hitt einu sinni. Hann hafði fundið út að hún byggi ein þegar hann skutlaði henni heim.
Samkvæmt sögunni hafði lögreglan heyrt að einhver var að hlusta á samtalið og sagði að lögreglan myndi vera 40 mínútur á leiðinni til að taka manninn með áhlaupi, vonandi að hann myndi ekki ráðast á hana og halda henni í gíslingu í þessum ógeðfellda kjallara.
Madeleine, umræddur blaðamaður, hafði samband við tímaritið Seventeen þar sem henni var sagt að grein myndi birtast frá konunni – í fyrstu persónu. Greinin hefur ekki enn birst og ekki er vitað hvenær/hvort það muni gerast.
Leit á netinu skilaði engu þrátt fyrir að margir höfðu heyrt söguna. Hvort sem hún er uppspuni eður ei, hlýtur hún að hvetja fólk til að fara varlega í netheimum í leit að ástinni…