Hún var búin að vera í fimm mínútur af átta klukkutíma vakt þegar hún var rekin: 24 ára bresk kona segist hafa verið rekin frá sjónvarpsstöð í Soho fyrir að „líta of vel út.“ Emma Hulse segir að hún hafi verið send heim af framkvæmdastjóranum því hann sagði: „Þú átt heima á tískusýningu, ekki hér.“
Segir Emma að hún hafi einungis verið á staðnum í fimm mínútur þegar kallið kom.
Fyrirtækið UNIT TV, hefur sagt að sú var raunin og þau hafi rekið þann sem hafi varpað fram þessum óheppilegu ummælum.
Emma segir: „Þeir sendu mig í sendiferð. Síðan fékk ég þau skilaboð í símann minn að þjónustu minnar væri ekki lengur óskað. Ég fór og talaði við framkvæmdastjórann og hann sagði: „Ertu fyrirsæta? Ertu ekki að vinna við að sýna föt? Af hverju ertu ekki þar?“
Emma segist hafa verið með varalit en ekki ögrandi klædd á neinn hátt: „Ég var í bol og buxum. Ég var ekki á neinn hátt óviðurkvæmleg.“
Eigandi fyrirtækisins, Adam Luckwell, segir að þessi starfsmaður hafi verið rekinn: „Við vorum ekki ánægð með nokkur atriði þarna. Hún var ekki að passa inn í fyrirtækið og sumir hlutir sem hún athafðist voru ekki samkvæmt stefnu fyrirtækisins.“