KVENNABLAÐIÐ

Kveðst rekin af fjölmiðlafyrirtæki fyrir að vera of falleg

Hún var búin að vera í fimm mínútur af átta klukkutíma vakt þegar hún var rekin: 24 ára bresk kona segist hafa verið rekin frá sjónvarpsstöð í Soho fyrir að „líta of vel út.“ Emma Hulse segir að hún hafi verið send heim af framkvæmdastjóranum því hann sagði: „Þú átt heima á tískusýningu, ekki hér.“

Segir Emma að hún hafi einungis verið á staðnum í fimm mínútur þegar kallið kom.

Auglýsing

 

emma444

Fyrirtækið UNIT TV, hefur sagt að sú var raunin og þau hafi rekið þann sem hafi varpað fram þessum óheppilegu ummælum.

emma222

Emma segir: „Þeir sendu mig í sendiferð. Síðan fékk ég þau skilaboð í símann minn að þjónustu minnar væri ekki lengur óskað. Ég fór og talaði við framkvæmdastjórann og hann sagði: „Ertu fyrirsæta? Ertu ekki að vinna við að sýna föt? Af hverju ertu ekki þar?“

emma333

Emma segist hafa verið með varalit en ekki ögrandi klædd á neinn hátt: „Ég var í bol og buxum. Ég var ekki á neinn hátt óviðurkvæmleg.“

Auglýsing

Eigandi fyrirtækisins, Adam Luckwell, segir að þessi starfsmaður hafi verið rekinn: „Við vorum ekki ánægð með nokkur atriði þarna. Hún var ekki að passa inn í fyrirtækið og sumir hlutir sem hún athafðist voru ekki samkvæmt stefnu fyrirtækisins.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!