KVENNABLAÐIÐ

Henti kærastanum út úr rúminu fyrir að hrjóta – áttaði sig ekki á að hann var að fá hjartaáfall

Ung kona rak kærastann sinn úr rúminu því hann vakti hana með háum hrotum. Þegar hún vaknaði varð hún hryllingsins vör: Hann hafði í raun látist nokkrum klukkustundum áður.

Lisa Lee hafði verið viðstödd þegar kærastinn Lewis Little fékk greiningu á sjaldgæfum hjartakvilla kölluðum Brugada heilkenni. Þar voru þau fullvissuð um að hann væri í lítilli hættu að verða nokkurn tíma sjúkdómsins var.

Litla fjölskyldan
Litla fjölskyldan

Eina nóttina lést hann þó snögglega, aðeins 25 ára að aldri og hroturnar sem Lisa heyrði var í raun andardráttur hans að yfirgefa líkamann í gegnum raddböndin.

Lisa hefur nú hafið átak til að fá fólk sem haldið er heilkenninu að fá lítið tæki kallað á ensku implantable cardioverter defibrillator (ICD), tæki sem í raun endurræsir hjartað.

Lisa sem er einnig 25 ára sagði: „Okkur var sagt að Lewis myndi eiga langa og heilbrigða ævi framundan…en hann dó ári eftir að hafa verið greindur.

„Ég trúi því að hafi Lewis verið með tækið (ICD) myndi hann hafa lifað þetta af. Dauði hans hefur eyðilagt líf mitt og sonar okkar Tyler. Ég vil að fólk í sömu stöðu fái möguleikann á að bera tækið.”

Lifði Lewis heilbrigðu og eðilegu lífi og var ekki á neinum lyfjum vegna sjúkdómsins. Þau voru sálufélagar og nú er Lisa í öngum sínum vegna dauðsfallsins, eins og skilja má vel: „Lewis var sálufélagi minn. Við ætluðum að gifta okkur og vorum meira að segja búin að velja lagið. Það hefur samt allt sinn tilgang, lífið getur verið stutt og mér finnst ég hafa verið barnaleg að halda að ekkert svona gæti gerst hjá okkur.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!