Nýleg rannsókn frá háskólanum í Alberta, Kanada, gefur til kynna að heilsueflandi þættir reservatols sem finnst í rauðvíni séu álíka þeim sem við fáum af hreyfingu.
Resveratrol eykur líkamlegan árangur, hjartavirkni og vöðvastyrk á sama hátt og eftir góðan púltíma í ræktinni. Hreyfing kemur þó aldrei í stað líkamlegrar hreyfingar, áhrifin eru einkum líkleg fyrir þá sem glíma við einhverja kvilla sem hindra þá í að taka á því í ræktinni.
Samkvæmt aðalrannsakandanum, Jason Dyck, munu niðurstöðurnar einkum gleðja þá sem geta ekki af einhverjum ástæðum stundað hreyfingu. Umfjallanir um góð áhrif rauðvínsglass eru vel þekktar. Þeir sem drekka eitt glas á dag eru í minni hættu að fá heilabilun eða krabbamein ásamt því að hjartað styrkist, þú minnkar öldrunaráhrif og það kemur jafnvægi á blóðsykurinn!