KVENNABLAÐIÐ

Maðurinn sem klæðir sig upp sem forfeður sínir

Perúski listamaðurinn og ljósmyndarinn Christian Fuchs hefur gríðarlegan áhuga á forfeðrum sínum og eyðir mánuðum í að endurskapa ljósmyndir af þeim sem hann situr sjálfur fyrir á, hvort sem um er að ræða menn eða konur.  

Þetta kann að vera óvenjuleg leið til að kanna arfleifð sína en virkar fyrir Christian Fuchs.

Á veggjum ríkmannlegrar íbúðar hans í Lima, Perú, með útsýni yfir Kyrrahafið eru afar glæsilegar myndir á veggjunum. Þegar nánar er að gáð eru myndirnar ekki gamlar, heldur af honum – 37 ára klæddum sem fyrirrennurum hans frá rómönsku Ameríku og Evrópu.

Áhugamálið lét fyrst á sér kræla þegar Christian var 10 ára gamall.

Auglýsing
Gran Mariscal Juan Bautista Elespuru y Montes de Oca

Langa-langa-langa-langafi Christians var hermaður og tók þátt í sjálfstæðisbaráttu Perú

 

Móðir Christians var greind með geðklofa og lagðist inn á geðsjúkrahús þar sem hún lést fimm árum síðar. Christian og systkini hans ólust upp hjá föðurömmu- og afa en faðir hans skildi fjölskylduna eftir, gifti sig aftur og lét ekki sjá sig aftur.

„Ég ólst upp við að horfa á myndir sem höfðu verið í margar kynslóðir hjá afa og ömmu. Ég horfði á þessar myndir og lék við þær. Ef ég vissi ekki nöfnin skáldaði ég þau upp. Ég horfði á þær klukkutímunum saman og ímyndaði mér að þær væru að horfa á mig líka. Stundum talaði ég við þær og það leiddi til þess að ég vildi vera þær….ég hugsaði: „Þar sem við deilum sömu genunum, gæti ég í raun litið út eins og hún?“

Amma Christians, Catalina del Carmen Silva Schilling, átti einnig þátt í þessu öllu. Hún fæddist í Chile og var af þýskum ættum en hún var líka alin upp af afa sínum og ömmu: „Hún sagði mér sögur af þessum ættingjum og ég fór að horfa á ættina í gegnum augu hennar,“ segir Christian. „Það var töfrum líkast.“

Nokkrum árum seinna fór Christian í háskóla til að læra lögfræði en eftir nokkurra mánaða vinnu hætti hann til að vinna við list sína í fullu starfi.

Luise Friederike Charlotte Eleonora Chee

Í fyrsta sinn sem Christian endurskapaði mynd: Langa-langa-langa-langamma hans Luise Friederike Charlotte Eleonora Chee
Auglýsing

Til að endurskapa myndirnar les Christian bréf frá þeim og talar við ættingja sína. Það tekur oft marga mánuði að endurskapa eina mynd sem þessa. Hann tekur myndirnar til klæðskera til að herma nákvæmlega eftir fatnaði ættingjanna sem eru oft frá 19. öld og svo fær hann skartgripi hjá gullsmið.

Það er erfitt að klæðast upp sem kona, það viðurkennir Christian fúslega: Ekki bara vegna korselettsins sem er óþægilegt heldur einnig vegna þess hann þarf að fjarlægja líkamshár með vaxi: „Ég er mjög loðinn!“

cf1

 

cf3

 

cf4

 

cf6

cf7

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!